Ókeypis leturgerð og sumarkveðja!

miso font

Ég verð að viðurkenna að ég er haldin ákveðnu fontablæti og ég á alveg ógrynni af mismunandi leturgerðum á tölvunni minni. Það er hægt að fá alveg svakalega mikið af fallegum týpum á netinu og mjög margar eru ókeypis. En því miður er sjaldgæfara að finna frían og fallegan font með íslensku stöfunum.

En nýlega fann ég þennan font og féll alveg fyrir honum. Þetta er leturgerðin Miso sem var hönnuð árið 2006 af Mårten Nettelbladt og var hugsuð fyrir arkitektateikningar. Ég sé fyrir mér endalausa notkunarmöguleika hérna! T.d. í sumarkveðju. ;)

miso font

Æðislegir diskar frá Metaphys

Dining plates Savone from Metaphys

Eruð þið búin að sjá þessa ótrúlega fallegu diska frá Metaphys? Þeir kallast Savone og kom hugmyndin frá því hvernig sápukúlur festa sig varlega saman. Það eru til nokkrar mismunandi útfærslur og fást í bæði hvítu og svörtu. Rosalega væri gaman að elda eitthvað fallegt (og kannski gott) og bera fram á svona diskum!

Dining plates Savone from Metaphys Dining plates Savone from Metaphys  copyDining plates Savone from Metaphys

Kósý en stílhreint heimili

Hér er fallegt heimili þar sem allt innbúið er mjög vel útpælt. Eigendurnir endurgerðu allt húsið þegar þau keyptu það og ég er mjög hrifin af útkomunni. Sérstaklega finnst mér sniðugt að hafa eldavélina og háfin í horni og búa til litla hillu fyrir aftan. Litapallettan er mjög hlýleg og falleg þótt hún sé stílhrein en ég get ekki skilið hvernig hægt er að hafa allt svona í stíl. Ég allavega gæti aldrei ákveðið og haldið mig við bara örfáa liti inná heimlið. En það kemur vel út hér!

Lina and Andreas home Lina and Andreas home Lina and Andreas home Lina and Andreas home Lina and Andreas home Lina and Andreas home

via my scandinavian home

Fallegustu flöskuopnarar í heimi!

CrestBottleOpener

Það eru náttúrulega allir sjúkir í kopar þessa dagana og ég er engin undantekning! Þessir flöskuopnarar eru steyptir úr kopar en hannaðir svo þeir noti sem minnst efni en á mjög fallegastan og grafískan hátt. Ég er alltaf jafn hrifin af því þegar mjög ómerkilegir og hversdagslegir hlutir eru endurhannaðir á svona fallegan hátt og þannig að maður getur haft þessa hluti til sýnis en ekki endilega ofan í skúffu.

Flöskuopnararnir eru hannaðir af Gregory Buntain og Ian Collings sem saman eiga hönnunarstúdíóið Fort Standard.

Pàskafrí

Hér er svolítið vandræðaleg jàtning en þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa að blogga à iPadinum mínum, sem er meira en àrs gamall! Ég skil ekki alveg af hverju ég hef aldrei gert það áður, ég er tækja- og tæknisjúk og er búin að vera með appið til þess allan þennan tíma og þetta er auðvitað algjör snilld þegar maður er í burtu.

En ég vildi nú aðallega bara óska öllum gleðilegra pàska og monta mig af útsýninu sem ég fékk þegar ég fór út að skokka í morgun hér í Skorradalnum. Ég er sko að reyna að vinna mér inn fyrir 900 gramma pàskaegginu sem við fjölskyldan keyptum okkur saman! ;)

20140416-105705.jpg

Further North

Further North sýndi þessar dásamlegu nýju vörur í Epal á HönnunarMars nýafstöðnum. Þetta eru s.s. korktafla, steinn og spegill sem hengt er í belti úr nautshúð. Ég var að sýna mínar vörur á sömu sýningu og er búin að vera síðan á opnuninni að máta spegilinn, í huganum, heima hjá mér.

Further North

Auður Gná, hönnuður Further North, segist alltaf hafa heillast af speglum og hringformum. “Speglar eru hlutir sem að er endalust hægt að nota til að stækka rými og svo varpa þeir oft svo skemmtilega frá, mynda sjónhverfingar eins og allir þekkja.” segir Auður Gná. Hún bætir við að hringurinn sé mjög táknrænt form sem hvorki hefur upphaf né endi og það er skemmtilegt form inn í híbýlum þar sem allt er hornótt. “Það að blanda saman spegli og nautshúð fannst mér líka skemmtilegur kontrast og eflaust líka tilvísun í það að ég er búin að vera að vinna svona mikið með skinn. Annars vaknaði ég upp einn morguninn með þessa hugmynd í h0fðinu, en ég geri ráð fyrir að undanfarinn sé þessi sem ég lýsi hér.”

Stefnan er sett á að setja þá í framleiðslu mjög fljótlega og ég veit að ég bíð allavega spennt!

Þið getið séð meira á heimasíðu Further North eða fylgst með á facebook síðunni þeirra.

Stækkunargler frá Daniel Emma

Ótrúlega falleg en einfalt stækkunargler frá Ástralska hönnunartvíeykinu Daniel Emma. Stækkunarglerið er gert úr bronsi og er 6cm í þvermál og það er hannað til að vera jú stækkunargler en líka pappírspressa. Ég elska hluti fyrir skrifstofuna sem eru fallega hannaðir og má nota sem punt.

Magnifier by Daniel Emma

Magnifier by Daniel Emma

Hylur skrifborð

Nú finnst mér tími til kominn að uppljóstra því hvað ég mun sýna á HönnunarMars 2014, sérstaklega þar sem það kom mynd af herlegheitunum í nýjasta Húsi og hýbílum sem kom út í gær. Ég er búin að pósta nokkrum teaser myndum á instagram en hérna er svo heildarmyndin. Ég mun sýna þetta skrifborð sem ég kalla Hylur, það er gert úr hnotu og hvítri mattri borðplötu og aftarlega á borðplötunni er opnanlegt hólf fyrir fjöltengi, hleðslusnúrur og annað sem við notum mikið en er alls ekki fallegt og við viljum helst fela.

Ég mun sýna borðið í Epal, Skeifunni 6 og verður formleg opnun þann 26. mars kl. 17-19.00. Ég hlakka til að sjá sem flesta!

Hylur desk by Guðrún Vald.Hylur desk by Guðrún Vald.Hylur desk by Guðrún Vald.Hylur desk by Guðrún Vald.Hylur desk by Guðrún Vald.

Hér er ég!

Þessi árátta að taka myndir af fótunum á mér byrjaði fyrir mörgum árum síðan og ég held að hún hafi orðið til þegar ég var að mynda eldri son minn, sem þá var ansi lítill, að þegar hann var horfinn út fyrir rammann að þá stóð ég eftir og smellti einni mynd af tásunum mínum. Það er ótrúlegt hvað allar þessar myndir bera með sér miklar minningar fyrir mig, þótt það sjáist yfirleitt lítið annað en fæturnir mínir og undirlangið undir þeim. En ég sé það núna að ég verð hreinlega að kaupa mér fleiri skó til að halda áfram….og nú hnussar í húsbandinu. ;)

Hér er ég!
Úti í garði heima. Ágúst 2010.
 
Hér er ég!
Á Akureyri í miðri útileguferð um Tröllaskagann.
 
Hér er ég!
Á Þingvöllum með eiginmanninum og syninum, rétt áður en ég var stungin af tveimur geitungum.
 
Hér er ég!
Úti í Orlando.
 
Hér er ég!
Í SeaWorld Orlando.
 
Hér er ég!
Í hótelsundlauginni í Flórida.
 
Hér er ég!
Ófrísk af seinni syninum fyrir utan sundlaugina á Borg í Grímsnesi.
 
Hér er ég!
Á parketinu heima.
 
Hér er ég!
Á labbi um bæinn.
 
Hér er ég!
Fyrir utan bílskúrinn hans pabba eftir að hafa pússað upp gamals skrifborð.
 
Hér er ég!
Á Mývatni með 4 punda Urriða.
 
Hér er ég!
Í útilegu á Austurlandi í yndislegu veðri.
 
Hér er ég!
Í stiganum í Höfðabakka 9.
 
 Hér er ég!
Í Louvre safninu París, orðin ansi þreytt í fótunum eftir margra daga labb um borgina. 

Hönnunarbúðir í París

Ég var búin að leita mikið á netinu að skemmtilegum hönnunarbúðum áður en við fórum til Parísarborgar og var búin að merkja nokkrar inná kortið okkar. Flestar reyndust þær frekar óspennandi en þessi hérna að neðan fannst okkur æðisleg. Hún heitir Fleux og er  frekar nálægt Pompidou safninu. Búðin er reyndar á fjórum stöðum í sömu götunni og er hver búð með sinn eigin karakter. Búðin er því nokkuð stór þegar maður leggur það saman og úrvalið er mjög skemmtilegt. Ég var sérstaklega ánægð með að finna Multi Pin kertastjakann eftir Sebastian Bergne sem ég skrifaði um hérna, og fékk hann að fylgja okkur heim. Hérna fylgja nokkrar myndir með sem ég tók á símann minn.

Fleux ParisFleux Paris 2014-02-21 13.25.07Fleux ParisFleux ParisFleux ParisFleux Paris

Þessa búð römbuðum við svo á af einskærri tilviljun, en hún heitir Home Autour du Monde og er víst á nokkruð stöðum bæði í Frakklandi og Belgíu. Þessi búð var ekki síðri en sú fyrri en þó allt önnur stemning og karakter. Það var ögn alvarlegri stemning hérna og ekki eins mikið af “knick-knacks” og í Fleux. En það var einstaklega skemmtilegt að rekast á púðana hennar Ingibjargar Hönnu hérna sem sjást á næst síðustu myndinni.

Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris Home Autour de Monde Paris

Mig langar óendanlega aftur til Parísar, helst strax!

Follow

Get every new post delivered to your Inbox.

Join 331 other followers

%d bloggers like this: