Bókstafa banner

Ég er gjörsamlega sjúk  í alls konar bannera, eða garland eða veifur eða hvað sem maður á að kalla það. En ég kýs banner í þetta sinn. Ég er búin að vera með í maganum að gera mjög einfaldan þríhyrningsbanner úr svörtum kartonapappír fyrir afmæli eða bara til að skreyta aðeins heima hjá mér. Svo fann ég svona stafabanner í Urban Outfitters úti í Orlando um daginn og skellti í smá afmæliskveðju til sonarins, eins og sjá má á efstu myndinni. Hann átti reyndar afmæli á meðan við vorum úti en auðvitað þarf að halda smá veislu fyrir hann á Íslandi líka. Ég er svo með of margar hugmyndir og tilheyrandi valkvíða varðandi hvað ég á svo að gera við hann eftir afmælið. Mér dettur í hug að skreyta barnaherbergin með einhverjum vel völdum orðum eða eitthvað fallegt í svefnherbergið.

DIY Party Banner and Keilir candlestick by Gudrun Vald.Triangle bannerDIY Party BannerDIY Party Banner  DIY Party Banner DIY Party Banner

Sýning í Düsseldorf

Ég vil bara aðeins láta vita af mér og árétta að ég er alls ekki hætt að blogga hér en hef greinilega farið óvart í sumarfrí.

Í lok júní fór ég til Düsseldorf á sýningu ásamt æðislegum hópi íslenskra hönnuða, Þórunni Hannesdóttur (Færið), Bíbí (Bybibi) og Kristbjörgu Maríu. Við skemmtum okkur ótrúlega vel saman og hittum fullt af öðrum skemmtilegum skandinavískum hönnuðum. Ég mæli líka með Düsseldorf fyrir þá sem eru að leita sér að fallegri og kósý borg til að heimsækja.

Keilir, Gígur and Hellur by Guðrún Vald.Bland í poka af mínum vörum; Keilir, Gígur og Hellur.

Berg by FaeridBerg eftir Þórunni.

Fætur by Guðrún Vald.Rétt um uppsetningu o.fl.

Hotel BavariaHerbergislykillinn okkar.

Örk by Kristbjörg MaríaÖrk eftir Kristbjörgu Maríu.

BybibiFjölskylda eftir Bybibi.

Restin af sumrinu hefur svo farið í sumarbústaðarferð, útilegu í rigningu og bið eftir almennilegu sumri eins og hjá öðrum íslendingum.

 

Fallegar skreytingar

Núna er ég á fullu að undirbúa sýningu sem ég er að fara á með nokkrar af vörunum mínum í Þýskalandi í næstu viku og hef því ekki gefið mér tíma í mikið annað. En mig langaði samt aðeins að sýna ykkur smá hugmynd sem er búin að vera að ferðast um netið undanfarið, það er að festa afskorin blóm með límbandi á veggina. Ótrúlega skemmtileg hugmynd fyrir t.d. partý eða brúðkaup, endist væntanlega ekki mjög lengi en það skiptir svo sem engu þegar maður er bara að hugsa um part úr degi eða eina kvöldstund. Mér dettur í hug að það væri skemmtilegt að prófa þetta með fallegu lúpínunni sem er blómstrandi akkúrat núna gjörsamlega alls staðar! :)

Tape flowers to the wall | Guðrún Vald.s blog

Tagged ,

INSTAGRAM UPPÁHALD | sfrantzen

Rosalega var gott að fá langa og góða helgi. Það var meira að segja svo gott að ég er fyrst að komast í gírinn aftur núna. ;)

instagram uppáhalds - sfrantzen

Myndir frá sfrantzen sem á norsku vefverslunina Nord Design.

Alþjóðlegur dagur kleinuhringja!

…ok kannski ekki alþjóðlegur, en allavega í Ameríku, landi kleinuhringjanna!

Alþjóðlegur dagur kleinuhringja!

Ég vildi bara óska ykkur gleðilegs föstudags, og ekki bara hvaða föstudags sem er, því í dag er dagur kleinuhringjanna í Ameríku! Ef það er ekki tilefni til fagnaðarláta þá hvað?

Dagurinn er fastur liður í Bandaríkjunum, alltaf haldinn fyrsta föstudag í júní síðan 1938 til að heiðra menn og konur sem færðu særðum hermönnum kleinuhringi í fyrri heimsstyrjöldinni.

 

En þar sem ég er á leiðinni til Flórída í sumar ætla ég að bíða með að fá mér einn þangað til…og þá verður sko farið á Dunkin! :)

 

Góða helgi!

mix&match | sumar

Hvar er eiginlega sumarið? Ég er sko alveg tilbúin fyrir það!

Summer mix&match | Guðrún Vald.s blog

Vinningshafar í Prentagram gjafaleiknum!

Þá er loksins komið að því að tilkynna vinningshafana í Prentagram gjafaleiknum og fá þeir gjafagréf uppá prentun hjá Prentagram í verðlaun að verðmæti 2.900 kr. hver sem hægt er að nota í prentun á ljósmyndnum, kort, ljósmyndabækur og margt fleira. Til að hafa allt sanngjarnt notaði ég random.org til að velja úr þeim sem skrifuðu við færsluna og komu upp númerin 20, 25 og 40.

Prentagram gjafaleikur | Guðrún Vald.s blog

Þeir sem duttu í lukkupottinn eru því:

Jóhanna Höskuldsdóttir: “Já takk :) á fullt af myndum sem ég yrði að velja úr til að láta prenta út :)”

Tinna Rut Jónasdóttir: “Ég er að fara flytja frá Íslandi svo ég myndi láta prenta út myndir af fjölskyldunni og vinum til að taka með mér :)”

Elín Ösp Gísladóttir: “Flottar myndir! Ég vil vera með í leiknum, og ef ég fæ glaðning þá mun ég prenta út myndir frá síðustu Íslandsferð :)”

Haft verður samband við ykkur á næstu dögum og þið fáið gjafabréfið sent í e-mail.

 

Ég óska ykkur innilega til hamingju stelpur! :)

 

Hér er þó góð sárabót fyrir ykkur sem ekki unnuð því Prentagram vill gefa öllum 20% afslátt af myndum, hálsmenum, strimlum og bókum út maí með því að setja inn afsláttarkóðann: allir-elska-prentagram :)

mix&match

Svona finnst mér stemningin vera á þessum rigningardegi.

mix&match  | Guðrún Vald.s blog

einn | tveir |  þrír | fjórir | fimm

 

p.s. minni á gjafaleikinn sem stendur enn í fullum gangi. Allir að vera með hérna! :)

Súkkulaðihjörtu með karamellufyllingu

Súkkulaðihjörtu með karamellufyllingu | Guðrún Vald.s blog

Það helltist yfir mig smá súkkulaðiþörf seinnipartinn í gær en í stað þess að fara út í sjoppu og kaupa mér bara eitt Mars stykki fannst mér ótrúlega sniðug hugmynd að föndra eitthvað heimagert konfekt og eyða í það endalausum tíma. Ég ákvað að labba útí Bónus (og vega þar með örlítið uppá móti komandi áti) og kaupa suðusúkkulaði, rjóma o.fl til að blanda saman í eitthvað sniðugt. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera en guð minn góður hvað þetta varð gott! Ég náði rétt svo að mynda þetta á símann áður en allt var étið upp til agna af okkur hjónum, strákarnir okkar fengu reyndar sitt hvorn molann en við tímdum alls ekki meira í þá en það!

Súkkulaðihjörtu með karamellufyllingu | Guðrún Vald.s blog

Súkkulaðihjörtu með karamellufyllingu:

300 g suðusúkkulaði

Fylling

2 bollar sykur

90 g smjör

1/2 bolli rjómi

1 stk. salt (eða eftir smekk)

 

Aðferð:

Byrjið á því að gera karamellusósuna, þetta er mikið meira en þarf í súkkulaðimolana en það má alveg geyma afganginn og nota út á ís eða eitthvað annað sniðugt. ;)

1. Hitið sykurinn í potti á meðalháum hita og hrærið í með viðarsleif.

2. Þegar sykurinn hefur bráðnað og er orðinn dökkbrúnn á litinn (passið samt að brenna hann ekki) bætið þá smjörinu við og hrærið þangað til það hefur bráðnað.

3. Takið pottinn af hellunni og bætið rjómanum hægt saman við og passið ykkur að brenna ykkur ekki því karamellan mun sjóða upp. Bætið saltinu saman við og hrærið vel saman. Setjið til hliðar og geymið.

4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og penslið konfektmót  að innan (má vera klakaform, mini muffins form eða annað sem þið eigið til).

5. Setjið formin í frystinn í smá stund þangað til súkkulaðið er storknað og takið þau út og penslið aftur með súkkulaðinu, endurtakið þetta þangað til ykkur finnst súkkulaðiskelin orðin nógu þykk.

6. Hellið smá karamellusósu í hvert mót og setjið aftur í frystinn þangað til karamellan er búin að storkna. Hellið afgangnum af karamellusósunni í glerkrukku til að geyma. Það má geyma karamellusósuna í ísskáp í um 2 vikur og hita upp aftur áður en þið berið hana fram.

7. Endið á því að fylla uppí mótin með restinni af súkkulaðinu og skellið í ísskápinn þangað til allt er orðið storknað og fínt.

Verði ykkur að góðu! 

Tagged , , , , , ,

Prentagram gjafaleikur!

Rétt upp hönd sem er með tölvu eða jafnvel bara síma fulla af myndum sem þið skoðið aldrei! Kannski bara einu sinni á meðan maður skellir myndinni á Instagram. Ég er allavega sjálf að reyna að vera duglegri við að prenta út myndirnar mínar, bæði í ljósmyndabók og stakar myndir til að hengja uppá veggi. Það er miklu skemmtilegra þegar maður er kominn með myndirnar sínar í hendurnar og getur meðhöndlað þær. Ég ákvað því að prófa Prentagram um daginn og pantaði bæði myndir sem ég hef tekið á góðu myndavélina mína og Instagram myndirnar mínar og kom bæði mjög vel út. Ég var svo heilluð af þjónustunni þeirra og gæðunum að ég ákvað að vera með minn allra fyrsta (vonandi af mörgum) gjafaleik! Í boði eru 3 gjafabréf uppá 2.900 kr. svo það eru góðir möguleikar á því að vinna!

Þið getið séð hvernig er hægt að vera memm neðst í póstinum.

Prentagram gjafaleikur | Guðrún Vald.s blogPrentagram gjafaleikur | Guðrún Vald.s blogStrákarnir mínir eru mitt aðal myndefni eins og sést hérna.

Prentagram er sprotafyrirtæki sem hóf starfsemi sumarið 2013 og var stofnað út frá brennandi áhuga á ljósmyndum og þörfinni fyrir að prenta, eiga og handleika gæða ljósmyndir. Hægt er að fá hjá þeim stakar ljósmyndir, kort, ljósmyndabækur og margt fleira og ég mæli með að skoða síðuna þeirra! Myndirnar eru prentaðar á þykkan, mattan hágæða pappír sem ekki verður kámugur þótt þær séu handleiknar. Það er skemmtilegt að fegra heimilið með fallegum myndum og þær eru líka frábærar tækifærisgjafir eða jafnvel sem kort á pakka!

Prentagram gjafaleikur | Guðrún Vald.s blogPrentagram gjafaleikur | Guðrún Vald.s blog

Til að geta unnið eitt af þessum þremur gjafabréfum frá Prentagram þarf að:

1. Fara Facebook síðuna mína og smella á like-hnappinn. Þá fáið þið líka update alltaf þegar ég skrifa nýja færslu, nú eða verð með fleiri svona leiki!

2. Skilja svo eftir athugasemd við þessa færslu (með netfangi svo hægt sé að hafa samband við vinningshafann) og segja okkur í hvað þú myndir nota þitt gjafabréf.

Thats it! Ég dreg svo út vinningshafann fimmtudaginn 29. maí! :)

Tagged , , ,
Follow

Get every new post delivered to your Inbox.

Join 444 other followers

%d bloggers like this: