Inspired by Iceland og Hylur

Hafið þið séð nýju herferðina frá Inspired by Iceland? Þetta eru æðislegar auglýsingar þar sem nokkrir Guðmundar og Guðmundur bjóða fólki að spyrja sig spurninga á Facebook eða twitter um Ísland og Íslendinga og þau munu eftir bestu getu svara áhugaverðustu spurningunum. Þau eru s.s. fyrsta mannlega leitarvélin.

En ef einhverjir spyrja sig hvaða ótrúlega fallega skrifborð Guðmundarnir og Guðmundurnar sitja við, þá get ég alveg svarað því. Þetta er jú Hylur, skrifborðið mitt. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með borðinu í alls kyns aðstæðum eins og á þilfari skips, við tjörnina í Reykjavík, á fótboltavelli o.fl.

Ef þið viljið skoða öll myndböndin mæli ég með því að fara inná inspired.visiticeland.com en hérna að neðan eru tvö góð.

#AskGudmundur

For anyone not fluent in Icelandic and wants to know about the desk in the Inspired by Iceland campaign, it is called Hylur and was designed by myself. It is both Icelandic design and made in Iceland, of course it wouldn’t do to have a foreign desk in an ad for Iceland. ;) You can see more of the desk at: gudrunvald.com/hylur

Hylur desk by designer Gudrun Vald.

Tagged , , , , , , , ,

Nýtt ár, ný verkefni og gefins dagatal

Elsku vinir ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir síðustu árin hérna! 2014 var yndislegt og ótrúlega margt skemmtilegt sem gerðist bæði persónulega og í starfi. Ég fór til Parísar með manninum mínum þar sem við áttum yndislega daga saman í fallegustu borg heims, ég frumsýndi skrifborðið mitt Hyl á HönnunarMars, fór í æðislega ferð á sýningu í Þýskalandi ásamt þremur yndislegum íslenskum hönnuðum og eignaðist þar með góðar vinkonur og samstarfsaðila, fór í bestu utanlandsferð fyrr og síðar til Orlando með fjölskyldunni minni, systkinum mínum, mökum þeirra og börnum og síðast en ekki síst kom Hylur úr framleiðslu og fór í sölu í Epal stuttu fyrir jól.

Ég hlakka til að takast á við nýja árið og það er margt spennandi á dagskrá, fleiri vörur í undirbúningi, HönnunarMars á næsta leiti, ég er að fara á Stockholm Furniture Fair í næsta mánuði þar sem ég ætla bara að skoða og njóta og hitta mág minn, svilkonu og þeirra yndislegu dætur, ég mun fara með Þýskalands hópnum mínum á 100%Design í London að sýna saman vörurnar okkar, og svo er stórt verkefni í startholunum en ég mun segja betur frá því aðeins seinna.

2015 dagatal | Guðrún Vald.2015 dagatal | Guðrún Vald.

Í fyrra gaf ég út dagatal fyrir árið 2014 en því miður gekk ekki eftir að gera annað eins fyrir þetta ár en í staðinn ætla ég að gefa ykkur 2015 dagatal sem þið getið prentað sjálf. Smellið hérna til að ná í skjalið (búið að laga þær villur sem voru í upprunalega skjalinu).

Góða helgi!

Tagged ,

Gjafahugmyndir fyrir þessa erfiðu | Guðrún Vald.s blog

Eigum við ekki öll vini eða vandamenn sem eru erfiðari en aðrir að kaupa gjafir handa? Ég er allavega með nokkra svoleiðis karaktera á mínum gjafalista og því fannst mér tilvalið að henda inn nokkrum hugmyndum frá mér handa þessum sem eru eftir. :)

1. Akkeri hálsmen frá Orra Finn. 18.200-31.200 kr. Kraum. 2. KVRL Design Mýrarós plakat. 12.900 kr. Esja Dekor. 3. Vasi AGNES. Frá 3.850 kr. Epal. 4. Rif dagatal frá Hay eftir Snæfríði og Hildigunni. 4.990 kr. Hrím. 5. OYOY Mumi teppi chokobrown. 10.990 kr. Snúran. 6. Demantabox frá Areaware. 2.950 kr. Epal. 7. Tréstytta SVANUR. 13.500 kr. Epal. 8. Stelton ferðamál. 4.790 kr. Hrím. 9. Jielde lampi. Aurum. 10. Grey veggspjald – G. 8.900 kr. Mjólkurbúið.

Gjafahugmyndir fyrir eldhúsið | Guðrún Vald.s blog

1. Sparkbíll frá Vilac. 24.900 kr. I Am Happy. 2.BIBIB Trophy Björn. 12.990 kr. Mjólkurbúið. 3. Thermis Prism. 8.990 kr. Mjólkurbúið. 4. Willow herðatré frá Færið. 9.900 kr. Hrím. 5. Cubebot vélmenni. Frá 1.550 kr. Epal. 6. Lego geymsluhaus. Frá 2.500 kr. Epal. 7. Yellow Pear veggspjald. 4.900 kr. Petit. 8. Hoptimist. Frá 3.450 kr. Epal.

Keilir og Gígur: nýir litir

Það er búið að vera í undirbúningi hjá mér ansi lengi að koma með nýja liti á kertastjakana mína Keili og Gíg og nú eru þeir loksins tilbúnir. Við flóruna bættust við svartur, hvítur og tveir bláir tónar og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna þótt ég segi sjálf frá.

Gígur tealigt holder by Guðrún Vald. Keilir candlestick by Guðrún Vald.

Kertastjakarnir eru allir úr gegnheilum mahóný við og málaðir í tíu mismunandi litum. Báðar týpurnar eru til í þremur stærðum, Gígur kemur í small (5,5cm), medium (7cm) og large (8,5cm) og Keilir sem er fyrir há kerti kemur líka í small (14cm), medium (17cm) og large (20cm). Litirnir sem eru í boði eru rauður, ljós appelsínugulur, bleikur, fjólublár, grænn, ljós grænn, blár, ljós blár, svartur og hvítur. Þeir fást m.a. í Hrím, Epal og Kraum.

Gígur tealight holder by Guðrún Vald.Keilir candlestick by Guðrún Vald.

Endilega tékkaðu á gjafaleiknum á facebook síðunni minni til að eiga möguleika á að vinna Keili í þínum uppáhalds lit. Tveir heppnir verða dregnir út þann 20. des.

Aðventudagatal

Ég vil byrja á því að taka það fram að þessi hugmynd er ekki mín eigin, heldur fékk ég hana í gegnum mömmu mína sem vinnur víst með svona sniðugri konu. En ég ákvað sem sagt að í ár skyldum við gera samveru aðventudagatal. Ég prentaði á lítil umslög sem ég fékk í Pennanum dagsetningarnar, frá einum og uppí 24, í mismunandi leturgerðum og setti á krossviðsplötu sem ég átti til eftir einhverjar framkvæmdir.
Í hverju umslagi er miði sem á stendur hvað við fjölskyldan ætlum að gera saman þann dag. Það getur verið allt frá því að skreyta mandarínur með negulnöglum, fara í sund, horfa saman á jólamynd á kósýkvöldi eða borða popp í eftirmat uppí að fara í bíó, á kaffihús eða í Bláa Lónið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég er ekki svo skipulögð að ég geti planað 24 daga fram í tímann svo ég svindla og set miða næsta dags í viðeigandi umslag kvöldinu áður og vel miða eftir því sem hentar dagsskránni.
Aðventudagatal  | Guðrún Vald.s blog

Ég hafði smá áhyggjur af því að eldri sonur minn, sem er sjö ára, yrði svekktur að fá ekki Playmo- eða Lego dagatal en hingað til er hann búinn að vera rosalega spenntur yfir þessu og hlakkar mikið til að opna nýtt umslag á hverjum morgni og sjá hvað verður í dag og það hafa alltaf brotist út fagnaðarlæti þegar drengirnir opna nýtt umslag, jafnvel yfir einföldustu hlutum. Hingað til höfum við fengið okkur heitt kakó, borðað popp í eftirmat, farið í snjósleðaferð í Laugardalinn og tókum með nesti (pabbinn skipti í flýti um miða í umslaginu þegar hann sá allan fallega snjóinn einn morguninn), föndrað jólaskraut, haldið spilakvöld og bakað piparkökur.

Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég er svo ánægð þetta því það veitir ekki af að setja inní dagsskránna í jólastressinu og undirbúningnum að eyða tíma saman.

 

Jólakortin og gjafaleikur

Undanfarin ár hef ég reynt að senda jólakort með myndum af strákunum mínum og núna réðst ég í það verkefni að setja upp heimastúdíó í svefnherberginu. Hjónarúminu var rutt útí horn, bakgrunnsrúllunni rennt út og teipuð uppá vegg, regnhlífaljós sett upp, myndavélin stillt og drengirnir dressaðir. Og af einhverri ástæðu fannst mér sniðugt að gera þetta ein þegar pabbinn var í vinnunni.
En við settum á tónlist að þeirra vali og ég bað þá um að dansa og hoppa fyrir mig á dreglinum til að ná úr þeim smá orku og láta þá venjast setupinu. Eftir svolítið fjör, sem ég myndaði að sjálfsögðu líka, bað ég þá um að setjast og knúsa hvorn annan. Þeir voru sem betur fer samvinnufúsir og voru búnir að skemmta sér svo vel að gleðin skein af andlitunum þeirra.
Ég mæli samt með því að huga vel að því hvernig karakterar börnin sem þú ert að mynda séu til að finna út t.d. hvort þau geti náð sér niður eftir svona danspartý til að sitja kyrr fyrir hina hefðbundnu jólakortamynd eða hvort það sé sniðugra að snúa þessu við, þ.e. að byrja á rólegheitum og leyfa þeim svo að sprella svolítið.

Annað trix sem ég hef oft nýtt mér til þess að fá yngri börn til að horfa í linsuna er að setja lítinn kall, risaeðlu eða eitthvað annað skemmtilegt með kennaratyggjói eða teygju á myndavélina og biðja þau að horfa á fígúruna, því myndavélalinsa er ekkert svo spennandi fyrir þeim. ;)

Photo by Guðrún Vald.Photo by Guðrún Vald.Photo by Guðrún Vald.

Ég gerði það í fyrra og aftur núna að ég prentaði jólakortin mín hjá Prentagram. Ég hef áður skrifað um gæðin og þjónustuna hjá þeim hér og ég er ekki síður ánægð með jólakortin. Mér finnst þau eitthvað svo sjarmerandi svona lítil og virkilega falleg prentunin hjá þeim, fyrir utan að maður getur skrifað eigin texta inní kortin. Ég sendi ekki mörg kort en ég prentaði nóg til að nota líka sem miða á nokkra pakka.

Þau hjá Prentagram eru í gjafastuði og vilja gefa tveimur heppnum lesendum gjafabréf uppá 15 jólakort.

Til að komast í pottinn þarf að:

1.Fylgja facebook síðu Prentagram.

2. Fylgja facebook síðunnni minni.

3. Skrifa svo athugasemd við þessa færslu með netfangi svo hægt sé að hafa samband við vinningshafann.

Ég dreg út úr athugasemdunum á mánudaginn. :)

Prentagram jólakort  | Guðrún Vald.s blogPrentagram jólakort  | Guðrún Vald.s blog

Gjafahugmyndir fyrir eldhúsið | Guðrún Vald.s blog

1. Salt og pipar staukar frá Ladies & Gentlemen. 12.990 kr. S/k/e/k/k. 2. Stafa smákökuform. 2.990 kr. Kokka. 3. Viskustykki og servíettur frá iHanna Home. Epal. 4. Bakki frá Ferm Living. 5.990 kr. Hrím. 5. Chemex kaffikanna. Frá 6.800 kr. Kaffitár. 6. Bollar og könnur frá BYBIBI. Frá 2.900 kr. Inslua. 7. Pipar og salt kvörn frá Menu. 8.950 kr. settið. Epal 8. Svunta frá Ferm Living. 5.990 kr. Hrím.

Jielde lampinn

Jielde lamp  | Guðrún Vald.s blog

Jean-Louis Domecq vantaði sjálfum almennilegan vinnulampa og byrjaði því árið 1950 að hanna Jielde lampann og það tók hann þrjú ár að koma honum í gegnum allt ferlið og gera hann tilbúinn í framleiðslu. Lamparnir koma í nokkrum stærðum og 17 litum og þeir eru handgerðir í Lyon í Frakklandi.

Ég tók fyrst eftir þessum lömpum held ég í París í febrúar síðastliðnum og hef séð eftir því síðan að hafa ekki keypt eins og eitt eða tvö stykki og flutt með mér heim. Þeir fást reyndar í Aurum hér á landi svo kannski maður geti leyft sér að eignast svona fallegan lampa þegar draumurinn um vinnustofu verður að veruleika.

Jielde lamp  | Guðrún Vald.s blog

Follow

Get every new post delivered to your Inbox.

Join 644 other followers

%d bloggers like this: